ÁR kórinn
Árnesingakórinn í Reykjavík
ÁR kórinn eða Árnesingakórinn í Reykjavík var stofnaður 14. febrúar 1967. Kórinn hefur ferðast víða í áranna rás, til allra Norðurlandanna, Þýskalands, Austurríkis, Ítalíu, Lettlands, Englands, Ungverjalands, Póllands og fyrrum Tékkóslóvakíu. Auk þess hefur hann haldið fjölda tónleika víða um land og tekið þátt í kórastefnum. Fyrsti stjórnandi kórsins var Þuríður Pálsdóttir sópran. Frá 1988 til vors 2000 var Sigurður Bragason barítónsöngvari og tónskáld stjórnandi kórsins en haustið 2001 tók Gunnar Ben við stjórn kórsins og stjórnaði honum til vors 2018. Núverandi stjórnandi kórsins Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran tók við kórnum haustið 2021.
Kórinn hefur gefið út fjóra hljómdiska og tvær hljómplötur. Nýjasti hljómdiskurinn "Landróver" kom út í nóvember síðastliðnum 2016.
Kórinn hefur gefið út fjóra hljómdiska og tvær hljómplötur. Nýjasti hljómdiskurinn "Landróver" kom út í nóvember síðastliðnum 2016.